English

Í neyð

1-1-2 Neyðarlínan
Slökkvilið - Sjúkralið - Lögregla

Ef þörf er á neyðaraðstoð skaltu hringja í Neyðarlínuna 1-1-2. Ef fleiri eru á staðnum skaltu strax biðja einhvern að hringja eftir aðstoð. Ef þú ert einn á slysstað skaltu veita neyðaraðstoð áður en þú hringir.

Hvað gerirðu?
Vertu reiðubúin(n) að veita neyðarsímverði eftirfarandi upplýsingar:

    • Hvað gerðist. Lýstu atvikinu og aðstæðum, til dæmis: „Maðurinn minn datt úr stiga og liggur hreyfingarlaus“.

 

    • Hvar slysið varð. Gefðu upp nákvæma staðsetningu, heimilisfang, kennileiti á leiðinni og hvort sá slasaði/veiki er til dæmis á fyrstu hæð eða í kjallara. Góðar upplýsingar stuðla að því að hjálp berist sem fyrst. Neyðarlínan er með búnað sem getur rakið öll símtöl.

 

    • Hver er slasaður eða sjúkur og hvert ástand hans er, til dæmis: „Það blæðir úr höfðinu“. Greindu frá því og hvers konar skyndihjálp þú hefur veitt, til dæmis eins og að þrýsta þar sem blæðir. Neyðarsímvörður Neyðarlínunnar getur gefið upplýsingar um rétt viðbrögð.

 

  • Hversu margir lentu í slysinu og virðast slasaðir.

 

Læknavaktir

Nafn Sími Opið Mán/Fös Um helgar Svæði
Læknavaktin 1770 17:00 til 23:30 08:00 til 23:30 Reykjavík
Kópavogur
Garðabær
Álftanes
Seltjarnarnes
Hafnarfjörður
Læknavaktin Mosfellsbæ 510 0722 17:00 til 23:30 08:00 til 23:30 Mosfellsbæ
Bráðamóttaka 543 2000 Allan sólarhringinn Allan sólarhringinn Á við um öll svæði

Tannlæknavaktir

Nafn Sími Opið Svæði
Neyðarvakt tannlækna 575 0505 11:00 til 13:00 Á við um öll svæði
Tannlæknavaktin 426 8000 08:00 til 22:00 Á við um öll svæði

tannlaeknavaktin.is

Önnur neyðarnúmer

Nafn Tegund síma Sími
AA-samtökin Vaktsími 895 1050
Aflið Vaktsími 461 5959
857 5959
Almannavarnir Vaktsími 112
Alþjóðahús Vaktsími 663 0810
663 0502
Áfallahjálp Vaktsími 543 1000
Barnavernd Vaktsími 112
Borgarstofnanir Vaktsími 411 1111
Hjálparsími Rauða krossins Vaktsími 1717
Kvennaathvarfið Vaktsími 800 6205
Landhelgisgæslan Útkall 511 3333
Leit og björgun Útkall 112
NA Narcotics anonymous á Íslandi Vaktsími 661 2915
Neyðarmóttaka vegna nauðgunarmála Vaktsími 543 1000
Stígamót Vaktsími 562 6868
800 6868
Stígamót Vaktsími 800 5353
Upplýsingamiðstöð um eitranir Vaktsími 543 2222
Upplýsingar um veður Upplýsingar 902 0600
Vímulaus æska Vaktsími 581 1799
511 6160

 

Neyðaropnanir

 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um neyðarnúmer í símanum 1819

Um 1819.is

1819 - Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. Félagið var stofnað árið 2014. 1819 - Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is og heldur uppi gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki.