English

Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar kveða á um notkunarreglur fyrir vörur og þjónustu 1819, þ.m.t. skráningu og miðlun upplýsinga um einstaklinga og fyrirtæki.

Með því að kaupa vörur eða nýta þjónustu 1819, þ.m.t. með því að hringja í 1819, nota 1819 appið eða fara á heimasíðuna www.1819.is, samþykkir þú, sem notandi, efni skilmálanna.

 1. Um 1819
 2. 1819 Nýr valkostur ehf., kt. 450314-1020, Akralind 6, 201 Kópavogi, er upplýsingaveita um nöfn, símanúmer, vistföng o.fl., í símanúmerinu 1819, í 1819 appinu og á vefsíðunni www.1819.is, hér eftir einnig nefnt „1819“ eða „félagið“.
 3. 1819 er fjarskiptafyrirtæki sem starfar á grundvelli almennrar heimildar til fjarskiptastarfsemi, sbr. 6. gr. fjarskiptalaga, nr. 81/2003, og reglur um almenna heimild til að reka fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu, nr. 345/2005. Um starfsemina gilda almenn skilyrði 6. gr. fjarskiptalaga.
 4. 1819 hefur sent Póst og fjarskiptastofnun tilkynningu um fjarskiptarekstur og hefur 1819 verið fært á lista yfir fjarskiptafyrirtæki, sbr. 3. mgr. 4. gr. fjarskiptalaga.
 5. Póst og fjarskiptastofnun hefur úthlutað 1819 númerunum 1819 og 1820.
 6. 1819 er upplýsingaveita sem annast miðlun upplýsinga. Félagið veitir einstaklingum og fyrirtækjum áreiðanlegar upplýsingar og aðra tengda þjónustu til þess að auka þægindi, spara tíma og bæta afköst. 1819 tengir fólk við fólk og fólk við fyrirtæki og þjónustufulltrúar svara fyrirspurnum milli 08-00 allan ársins hring. Þá er 1819 eigandi að og rekur öflugan gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki. Loks býður 1819 ýmsa aðra þjónustu, svo sem símaþjónustu og þjónustu á svið upplýsingatækni fyrir fyrirtæki.
 7. Samningur við fjarskiptafyrirtæki
 8. 1819 hefur gert samning við hvert og eitt fjarskiptafyrirtæki um aðgang að númera- og vistfangaskrá  og miðlun númera- og vistfangaskráa til viðskiptavina 1819.

 

Í því felst að fjarskiptafyrirtækin gera 1819 kleift að veita viðskiptavinum 1819 grunnupplýsingar eins og þær eru skilgreindar í 2. gr. verklagsreglna Póst- og fjarskiptastofnunar um skráningu og miðlun upplýsinga o.fl. frá 4. júní 2014 (hér eftir „verklagsreglurnar“). Með aðgengi að númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja hefur 1819 sjálfvirkan aðgang að tilteknum grunnupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í áðurgreindum verklagsreglum.

 1. 1819 sér um miðlun upplýsinga úr númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna.
 2. 1819 ber ekki ábyrgð á gerð númera- og vistfangaskráa, þeim upplýsingum sem þær hafa að geyma og miðlun þeirra. Sú ábyrgð hvílir á fjarskiptafyrirtækjum, sem úthluta áskrifendum símanúmerum, sbr. 1. mgr. 3. gr. verklagsreglnanna og 45. gr. fjarskiptalaga.
 3. Númera- og vistfangaskrá, sem 1819 og viðskiptavinir 1819 hafa aðgang að, hefur að geyma grunnupplýsingar um áskrifendur fjarskiptafyrirtækja sem kjósa að láta slíkar upplýsingar um sig birtast í gagnagrunni símaskrár.

Með grunnupplýsingum um einstakling eða lögaðila sem kýs að vera skráður í símskrá eru: Nafn, heimilisfang, póstnúmer og símanúmer, auk bannmerkis ef viðkomandi kýs. Viðeigandi fjarskiptafyrirtæki ber ábyrgð á að grunnupplýsingar séu réttar og miðlun grunnupplýsinga í númera- og vistfangaskrá, þ.m.t. að að tilkynna 1819 um allar uppfærslur og breytingar á númera- og vistfangaskrám.

 1. Skráningar á 1819 og notkun
 2. Öllum einstaklingum og lögaðilum er heimilt að skrá sig sem notanda á vefinn 1819.is. Því til viðbótar er aðilum heimilt að skrá, eða uppfæra, grunnupplýsingar eða viðbótarupplýsingar. Með viðbótarupplýsingum er m.a. átt við starfsheiti, vinnustað, fleiri símanúmer, netföng, áhugamál, svo sem íþróttafélög o.fl., eða önnur auðkenni, svo sem á Twitter eða öðrum miðlum, heimasíðu, vefsíðu eða aðrar síður, s.s. á Facebook, Linked-in eða öðrum sambærilegum síðum. Þá er fyrirtækjum boðið að skrá frekari upplýsingar, til dæmis vörumerki og önnur auðkenni.
 3. Skráning á vefinn og önnur notkun á vefnum er að hluta gjaldskyld. 1819 ber að upplýsa um gildandi gjaldskrá á vefnum.
 4. 1819 áskilur sér rétt til að eyða út skráningu ef hún brýtur í bága við skilmála þessa eða ef 1819 telur að skráningin samræmist ekki lögum. Skráningin er þó ávallt á ábyrgð þess aðila sem skráir.
 5. Óheimilt er að skrá sömu skráninguna oftar en einu sinni.
 6. Notanda er aðeins heimilt að nota sinn aðgang.
 7. 1819 gerir kröfu um að allar innskráningar inn á vef 1819 og skráningar á vefsíðu 1819.is og breytingar á skráningu, séu staðfestar með Íslykli Þjóðskrár Íslands, með rafrænum skilríkjum eða eftir þeirri staðfestingaleið sem viðskiptavinur óskar eftir og telur ásættanlegt, s.s. í gegnum Facebook.. Með þessu vill 1819  tryggja að það sé rétthafi, þ.e. handhafi símanúmers, sem framkvæmi skráningu, og til að tryggja rekjanleika við skráningu og breytingar.
 8. Óheimilt er að framkvæma skráningu, hvort heldur sem er skráning á grunnupplýsingum eða viðbótarupplýsingum, sbr. a-lið 3. gr., ef sá sem framkvæmir skráningu er ekki rétthafi viðkomandi símanúmers. Þó er 1819 ávallt heimilt að framkvæma skráningu og breytingu, óháð hvers eðlis slík skráning er, enda berist beiðni um slíkt frá rétthafa símanúmersins.
 9. Hverjum einstökum notanda er óheimilt að skrá fleiri aðganga en einn.
 10. Notanda er óheimilt að gefa upp notandanafn og lykilorð til þriðju aðila.
 11. SMS sendingar af 1819
 12. Aðeins skráðum notendum, þ.e. notendum sem hafa skráð sig hjá 1819, er heimilt að senda smáskilaboð (SMS) af 1819.is.
 13. Sendandi ber alfarið ábyrgð á því sem hann sendir.
 14. Persónurekjanlegar upplýsingar vegna SMS skeyta eru vistuð í hámark 3 mánuði frá sendingu.
 15. 1819 áskilur sér rétt á að senda auglýsingu með hverju SMS skeyti.
 16. 1819 ábyrgist ekki ef skilaboð berast ekki viðtakanda.
 17. Óheimilt er að senda auglýsingar eða aðra ruslpósta í gegnum SMS-gátt 1819 en með SMS-gátt er átt við þjónustugátt þjónustuaðila 1819.
 18. Auglýsingar
 19. Öllum, einstaklingum og lögaðilum, er heimilt að auglýsa á 1819.is og í 1819 appinu.
 20. Auglýsingar á vefnum eru samkvæmt gjaldskrá 1819, eins og hún er birt hverju sinni.
 21. 1819 sér um að innheimta þóknun fyrir auglýsingar á 1819.is.
 22. Hafi reikningur ekki verið greiddur á eindaga er 1819 heimilt að fjarlægja auglýsingu úr birtingu.
 23. Misnotkun á búnaði
 24. Ef í ljós kemur að notkun notanda hefur verulega slæm áhrif á þjónustu 1819 eða felur í sér misnotkun á búnaði og/eða þjónustu getur 1819 neyðst til að synja notanda um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar. Hið sama á við ef notandi veldur, af ásettu ráði eða með vítaverðu gáleysi, skemmdum á fjarskiptaneti og/eða búnaði 1819. Hið sama á ennfremur við ef veittar eru rangar upplýsingar sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á gerð og gildi samnings notanda og 1819.
 25. Óheimilt er að senda efni sem brýtur gegn lögum og almennu velsæmi, er ærumeiðandi, ósæmandi á einhvern hátt eða hefur að geyma óstaðfestar ásakanir eða dylgjur í garð einstaklinga eða lögaðila.
 26. 1819 áskilur sér rétt til að hafna beiðni um auglýsingu, leitarorð eða skráningu, ef líkur eru fyrir að skráningin samræmist ekki lögum.
 27. Skráningar aðila, þ.m.t. fyrirtækja, og allt efni sem birt er frá auglýsendum hjá 1819 er á ábyrgð þeirra.
 28. Persónuupplýsingar
 29. Í skilmálum þessum merkja persónuupplýsingar sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um notanda sem notandi lætur eða hefur látið af hendi eða 1819 eða HÍN hafa í sínum fórum eða hafa fengið frá þriðja aðila vegna áskriftar að símanúmeri, óháð því hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki er sótt um áskrift að símanúmeri.

1819 er upplýsingaveita sem áskilur sér rétt til uppflettinga á veraldarvefnum, s.s. Google, til að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu þegar hringt er í upplýsingasímann 1819.

 1. Fjarskiptafyrirtæki, sem úthlutað hafa símanúmerum, hafa samið við HÍN, sem sameiginlegan vinnsluaðila, um gerð númera- og vistfangaskrá og miðlun upplýsinga úr þeim. Við þá úthýsingu skulu fjarskiptafyrirtækin hafa gert vinnslusamning, sbr. ákvæði laga um persónuvernd o.fl., nr. 77/2000. Fjarskiptafyrirtækin bera áfram ábyrgð fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem felst í gerð númera– og vistfangaskráa og miðlun þeirra.
 2. Með skráningu á vefinn veitir notandi ótvírætt samþykki sitt fyrir því að 1819 sé heimilt að vinna þær upplýsingar sem notandi hefur skráð með þeim hætti sem 1819 telur nauðsynlegt.

Með samþykki er átt við að notandi hefur gefið sérstaka, ótvíræða yfirlýsingu af fúsum og frjálsum vilja um að notandi sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, og um að honum sé heimilt að afturkalla samþykki sitt.

Með vinnslu er átt við hvers konar aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar, hvort sem vinnslan er handvirk eða rafræn. Af því leiðir að notandi hefur samþykkt að 1819 sé heimilt að birta upplýsingarnar, miðla þeim og vinna þær með þeim hætti sem 1819 telur nauðsynlegt.

 1. Við vinnslu persónuupplýsinga telst 1819 ábyrgðaraðili í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónaupplýsinga, nr. 90/2018, og er markmiðið með söfnun persónuupplýsinga að tryggja að 1819 geti efnt skuldbindingar sínar gagnvart notanda og veitt honum þá þjónustu sem 1819 er að öðru leyti heimilt að veita, þ.m.t. að bjóða honum nýja eða viðbótarþjónustu 1819 eða annarra aðila sem 1819 hefur gert samning við. Við vinnslu persónuupplýsinga er 1819 þannig m.a. heimilt að upplýsa og miðla persónuupplýsingum til notenda, starfsmanna og annarra aðila, þ.m.t. annarra aðila sem gert hafa samning við 1819 um aðgang að grunnupplýsingum. Vakin er athygli notanda á upplýsingarrétti hans skv. 13., 14 og 15. gr. laganna og rétti hans til að upplýsingar um hann verði leiðréttar eða þeim eytt. Þá er einnig vakin athygli á verklagsreglum Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem m.a. er fjallað um rétt notanda til að vera óskráður í gagnagrunn númera- og vistfangaskrá og bann við birtingu kennitölu nema með samþykki notanda.
 2. Að öðru leyti fer um vinnslu persónuupplýsinga, réttindi áskrifenda og notenda og skyldur 1819 samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónaupplýsinga, nr. 90/2018.
 1. Notkun á 1819.is
 2. 1819 vekur athygli á því að þegar farið er inn á heimasíðu 1819 vistast kökur (e. cookies) í tölvu notandans. Kökur eru litlar textaskrár sem eru notaðar til þess að greina heimsóknir á vefsíðuna eftir IP-tölum. Aðrar vefsíður geta ekki lesið upplýsingarnar sem eru geymdar í kökunni.
 3. Upplýsingar sem verið er að safna af vef 1819 um notendur eru notaðar til þess afla vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni notendur hefur áhuga á. Þannig er hægt að aðlaga vefinn betur að þörfum notenda.
 4. Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum með einföldum hætti. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna á heimasíðum flestra vafra.
 5.  

 1. Gjaldskrár
 2. Um gjald fyrir fjarskiptaþjónustu, sem og aðra þjónustu 1819, fer samkvæmt sérstökum gjaldskrám sem 1819 gefur út og eru aðgengilegar á vefsíðunni www.1819.is .
 3. Notandi ber fulla ábyrgð á greiðslum til 1819 vegna notkunar á vörum eða þjónustu 1819.
 4. Fjarskiptafyrirtæki notanda annast innheimtu gjalda með símreikningum til notanda. Fjarskiptafyrirtæki kunna að leggja eigin gjöld ofan á gjöld samkvæmt gjaldskrá 1819, allt samkvæmt þeirra eigin verðskrá.
 5. Athugasemdir skulu gerðar við útsenda reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga. Annars telst reikningur samþykktur.
 6. Fyrirtækjaskrá 1819
 7. Fyrirtækjaskrá 1819 byggir á upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra, www.rsk.is, og ber 1819 enga ábyrgð á efni upplýsinganna.
 8. Kortavefur 1819 og aðgangur að sambærilegum upplýsingum.
 9. Kort á Kortavef 1819 eru í eigu Samsýnar ehf. (www.samsyn.is).
 10. Með notkun á kortavef 1819 á vefsvæði 1819.is samþykkir notandi skilmála þessa og skilmála Samsýnar, sem og hugverkarétt Samsýnar. Innihald kortanna er byggt á nánar tilgreindum gagnasöfnum sem kunna að vera í eigu þriðju aðila.
 11. Allur réttur að þjónustu Kortavefs 1819 er áskilinn 1819 og eignarréttur að tilgreindum gagnasöfnum er í eigu ofangreindra aðila en höfundar- og eignaréttur Kortavefs 1819 er í eigu 1819, nema annað sé tekið fram. Öll vörumerki tilheyra skráðum eigendum. Um höfundarrétt vísast annars til 14. gr.
 12. Í framtíðinni mun 1819 bjóða sambærilega þjónustu frá fleiri þjónustuaðilum með sömu skilmálum.
 13. Þjónustunúmerið 1819
 14. 1819 býður upp á miðlun upplýsinga í símanúmerinu 1819. Í því felst að 1819 veitir þjónustu í gegnum síma á milli 08:00 00:00 í símanúmerinu 1819.
 15. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
 16. 1819 sækir beygingarorð í gagnagrunn til Stofnunar Árna Magnússonar. Tilgangur beygingarinnar er að greina götuheiti í þágufalli og nefnifalli svo hægt sé að leita að viðeigandi heimilisfangi.
 17. Nánari upplýsingar um beygingarlýsingu íslensks nútímamáls má fá á síðunni http://bin.arnastofnun.is/forsida/.
 18. Höfundarréttur
 19. 1819 á höfundarréttinn af öllum þeim upplýsingum og gögnum sem fram koma á vef 1819, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki 1819 þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef 1819, dreifa þeim eða afrita þær, í heild eða hluta, hvort heldur sem er með skjámyndum, prentun eða á annan sambærilegan hátt. Ekki skiptir máli hvers eðlis umræddar upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita eða dreifa. Í því felst m.a. að óheimilt er án skriflegs leyfis 1819 að (a) afrita, breyta, dreifa, leigja, lána, selja, markaðssetja, gefa út eða framleiða nokkurt efni sem byggir á efni 1819, þ.m.t. gagnagrunni eða kortavef, (b) afkóða, eða á annan hátt reyna að komast að frumkóða gagnagrunns 1819, þ.m.t. kortavefs, (c) nota vef, gagnagrunn eða kortavef 1819 á þann hátt að veittur sé aðgangur með fjöldaniðurhali að upplýsingum í kortum eða gagnagrunnum, þ.m.t. tölulegum upplýsingum um lengdar og breiddargráður, myndum og kortagögnum, (d) nota upplýsingar 1819, þ.m.t. gagnagrunn og kortavef, að hluta eða í heild, til samnýtingar með öðrum vörum eða forritum, þ.m.t. leiðsögutækjum og smáforritum eða (e) nota upplýsingar 1819, þ.m.t. gagnagrunn og kortavef 1819, til að útbúa gagnagrunna, t.d. af stöðum eða öðrum skráningum.
 20. 1819 ábyrgist ekki að upplýsingar sem birtast á vef 1819, www.1819.is eða í appi, séu réttar. 1819 ábyrgist ekki efni sem upprunnið er hjá þriðju aðilum og birt er á vefnum. 1819 áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi síðunnar 1819.is og í appi, á hvaða hátt sem er og hvenær sem er, í hvaða tilgangi sem er, án fyrirfram tilkynningar og tekur ekki ábyrgð á neinum hugsanlegum afleiðingum slíkra breytinga. 1819 ber enga ábyrgð á óþægindum sem notendur þjónustunnar kunna að verða fyrir við notkun á vörum 1819.
 21. Lagalegur fyrirvari
 22. 1819 ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef og appi 1819 né tjóni sem rekja má til þess að ekki var hægt að nota vefinn eða appið um skemmri eða lengri tíma.
 23. Þá ber 1819 ekki ábyrgð á tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði 1819 eða notenda, eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar séu ekki réttar eða notandi nái ekki að tengjast þjónustu 1819 hvort heldur sem er í gegnum vefsíðu eða app.
 24. Gildissvið og breytingar á skilmálum
 25. Skilmálar þessir ná yfir alla þjónustu 1819 sem og alla notkun á 1819.is og appi 1819.
 26. Með því að kaupa vörur eða nýta þjónustu 1819, þ.m.t. www.1819.is, samþykkir þú, sem notandi, efni skilmálanna.
 27. 1819 áskilur sér rétt til að ákvarða einhliða þjónustu 1819 og breyta skilmálum án fyrirvara. Eru notendur 1819 hvattir til að kynna sér skilmálana eins og þeir eru á hverjum tíma.

 

Um 1819.is

1819 - Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. Félagið var stofnað árið 2014. 1819 - Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is og heldur uppi gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki.