English

 

1819 tekur að sér allar tegundir verkefna í tengslum við úthringingar. Við höfum tekið að okkur verkefni í öllum stærðargráðum, frá því að hringja í alla bændur landsins yfir í að leggja kannanir fyrir viðskiptavini fyrirtækja. Ekkert verk er of stórt eða smátt!

Starfsfólk úthringivers 1819 er þjálfað til þess að sinna ólíkum gerðum úthringiverkefna þar sem lagt er mat á hvert einstakt verkefni, markmið þess og umfang. Sérstök áhersla er lögð á fagleg og vönduð samskipti við viðmælendur okkar þar sem virðing fyrir viðtakanda símtalsins, og þeim upplýsingum sem þar kunna að koma fram, er höfð að leiðarljósi.

1819 tekur meðal annars að sér

 • Markaðsrannsóknir
 • Viðhorfs- og skoðanakannanir
 • Þjónustukannanir
 • Eftirfylgni með hinum ýmsu verkefnum
 • Öflun nýrra viðskiptavina

Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi yfir gerðir þeirra úthringiverkefna sem við sinnum þar sem þörf viðskiptavina okkar hverju sinni ræður för.

 

 

Bein símasala

Bein símasala er einn partur af þeim verkefnum sem að úthringiver 1819 tekur að sér. Úthringiverið sinnir hverskyns verkefnum sem snúa að sölu fyrir góðgerðarfélög, fyrirtæki og félagasamtök sem þurfa að ná til ákveðins markhóps, auka vitund landsmanna um starfsemi sína eða stækka hóp viðskiptavina. Einnig kynnum við vörur og þjónustu sem fyrirtæki bjóða upp á.

Dæmi um verkefni sem falla í flokk beinnar símasölu:

 • Bókun sölumanna á fundi
 • Söfnun netfanga fyrir markpóstaherferðir
 • Eftirfylgni markpósta
 • Upplýsingaöflun fyrir uppfærslur viðskiptavinaskrár
 • Söfnunarátök
 • Kynningarherferðir á vörum og þjónustu

1819 útbýr klæðskerasniðnar lausnir beinnar símasölu fyrir hvert og eitt fyrirtæki, því verkefnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Sparaðu fyrirtæki þínu tíma og peninga með því að nýta þér úthringiver 1819 og náðu betri árangri!

Hafa samband

Um 1819.is

1819 - Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. Félagið var stofnað árið 2014. 1819 - Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is og heldur uppi gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki.